Fjármál sveitarfélaga og/eða einstakra stofnana á þeirra vegum.
-
-
Endurskipulagning stjórnkerfa.
-
Stefnumótun og ráðgjöf.
-
Greining sérstöðu og sóknarfæra.
-
Úttektir og stefnumótun í fræðslumálum.
-
Hafnamál, atvinnu- og byggðamál.
Ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. hefur starfað frá ársbyrjun 2015. Eigendur hafa langa og margvíslega reynslu af sveitarstjórnarstörfum og af vinnu með þeim stofnunum og fyrirtækjum sem starfa á vegum sveitarfélaganna í landinu. Ráðrík telur sér því kleift að bjóða ráðgjöf/vinnu á sviði:
Úttektar og stefnumótunar vegna fræðslumála, fjölmenningar, félagsmála, hafnarmála, fjarskipta og íþrótta- og æskulýðsmála. Einnig fjármála sveitarfélaga og/eða einstakra stofnana á þeirra vegum sem og endurskipulagningar stjórnkerfa. Ráðgjöfin getur verið bæði fagleg og fjárhagsleg.
Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með eitthvað annað í huga eða þarft þjónustu á öðrum sviðum. Ráðrík er opin fyrir öðrum verkefnum og vill gjarnan skoða þau með ykkur.
-
Fyrirlestrar og námskeið
Eftir fyrirlestur Svanfríðar á háskólatorgi um kosningar kvenna til sveitarstjórna. Ráðrík heldur námskeið fyrir sveitarstjórnarfólk og vill eiga samstarf um námskeið við sveitarstjórnir og samtök þeirra.
-
Samningagerð
Guðný skrifar undir samning um þjónustu við fatlað fólk í Eyjafirði.
-
Hafnir og sjávarútvegur
Um tíma voru allir eigendur Ráðrík ehf., Eyrún, Guðný og Svanfríður, í stjórn Hafnasambands Íslands. Mynd tekin í tengslum við hafnasambandsþing haustið 2014.