Um okkur
Við sem stöndum að ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík ehf. höfum fjölbreytta menntun og reynslu í atvinnulífinu, eins og sjá má á yfirlitum um okkur hér á síðunni.
Aðkoma okkar allra að sveitarstjórnarmálum gerir það að verkum að við viljum gjarnan vinna með sveitarstjórnarfólki að þeim verkefnum sem sveitarstjórnir eru að fást við. Einnig erum við tilbúnar að vinna með stofnunum sveitarfélaganna og þeim ríkisstofnunum og ráðuneytum sem fara með mál þeim tengd.
Við erum staðsettar bæði á Eyjafjarðarsvæðinu og á höfuðborgarsvæðinu og erum mjög sveigjanlegar og færanlegar eftir verkefnum, sem geta verið um land allt.