Verkefni

Ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. hefur ekki starfað lengi, en bæði fyrirtækið og stofnendur þess hafa þó margvíslega reynslu sem getur nýst sveitarfélögum, stofnunum þeirra og þeim ríksstofnunum eða ráðuneytum sem fara með málefni sem tengjast sveitarfélögunum.

Starfsmenn Ráðrík ehf. bjóða einnig uppá námskeið um fjármál og starfsemi sveitarfélaga.

Þá tekur Ráðrík ehf. að sér að undirbúa, halda utanum og stýra fundum og málþingum.